24. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 14:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 14:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 14:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 14:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 14:03
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 14:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 14:06
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 14:03
Páll Magnússon (PállM), kl. 14:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 14:02

Haraldur Benediktsson var veðurtepptur. Ágúst Ólafur Ágústsson vék af fundi kl. 14:11 og Páll Magnússon vék af fundi kl. 14:34.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Ársskýrslur ráðherra 2017 Kl. 14:00
Til fundarins komu Sigríður Auður Arnardóttir, Reynir Jónasson, Björn H. Barkarson og Stefán Guðmundsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Þau kynntu ársskýrslu umhverfis- og auðlindaráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 15:10
Til fundarins komu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Sigríður Ingólfsdóttir, Stefán Vilbergsson og Aðalsteinn Sigurðsson frá Öryrkjabandalagi Íslands. Þau kynntu umsögn Öryrkjabandalagsins og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

3) Önnur mál Kl. 16:17
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 16:18
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:20